Golfmót Rótarýhreyfingarinnar var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið.
Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur og verður mótið haldið á Urriðavelli á svæði Golfklúbbsins Odds fimmtudaginn 28. júní 2018.
Rótarýsjóðurinn mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2019-2021. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.
Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs.
Unnið er að undirbúningi að stofnun nýs morgunklúbbs Rótarý fyrir miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Ýmsir verðandi rótarýfélagar voru ásamt nokkrum starfandi félögum í öðrum klúbbum boðaðir til undirbúningsfundar nýlega á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og verður undirbúningsstarfinu fram haldið á næstu vikum.
Lesa meira