Rótarý á Íslandi styður verkefni á Indlandi
Fyrrverandi umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og formaður Rótarýsjóðsnefndar ákváðu að taka þátt í heimsverkefni (global grant) á síðasta starfsári. Um er að ræða verkefni á Indlandi sem nefnist „toilet and bath blocks“.
Staðsetning verkefnisins er í Mumbai, Downtown, og er það klúbburinn þar sem sér um framkvæmd þess. Þar verða keyptar 62 einingar sem eru með salerni og baði. Þeim verður komið fyrir við hvert heimili og koma 262 manns til góða. Þannig á að bæta heilsufar og hreinlæti íbúa sem eru undir fátækramörkum.
Í upphafi vantaði vatn á svæðið til að hægt væri að fara í verkefnið. Stjórnvöld leystu vandamálið og útveguðu vatnið. Kennarar, sem eru styrktir af Rótarý, rótarýfélagar og félagar í Rotaract munu sjá um fræðslu og miðla kennslu til íbúa. Þeir kenna notkun hreinlætisaðstöðu og hvernig ber að þrífa sig og aðstöðuna. Einnig munu þeir sjá um reglulegt eftirlit. Umdæmið á Íslandi leggur til 15.000 USD úr svokölluðum DDF, District Designated Fund. Umdæmi 3140 leggur til 20.638 USD úr DDF. Þá jafnar Rotary Foundation heimssjóðurinn með 35.576 USD. Heildarkostnaður verkefnisins er því 71.214 dollarar.