Rotary International
Alþjóðahreyfing Rótarý
www.rotary.org
Alþjóðasamtök Rótarý eða Rotary International eru samtök rúmlega 1,2 milljónir rótarýfélaga um allan heim sem bjóða fram tíma sinn og hæfileika til að þjóna öðrum, ofar eigin hag eins og segir í einkunnarorðum Rótarý: Service Above Self.
Í rótarýhreyfingunni eru leiðandi menn og konur úr fjölmörgum starfsgreinum, í rúmlega 32.000 klúbbum sem starfa í meira en 200 löndum. Rótarýklúbbar starfa utan þjóðernis, trúarbragða, stjórnmála eða kynþátta.
Á heimasíðu samtakanna, www.rotary.org, er að finna mikinn fróðleik og fréttir um það sem hreyfingin gerir og ætlar sér að gera. Hægt er að nálgast fréttabréf samtakanna, fréttir frá alþjóðaforseta, fylgjast með því sem gerist í ýmsum umdæmum og finna rótarýfund hvar sem er í heiminum með sérstakri leitarvél. Margt annað er á síðunni sem er gríðarlega stór og fjölbreytt.
Bæði rótarýfélagar og þeir sem vilja kynnast starfi samtakanna ættu að skoða hana vel.