Um Rótarý

Markmið Rótarý

Ganga í hrauniMarkmið Rótarý er að efla og örva þjónustuhugsjónina sem grundvöll heiðarlegs starfs og þó einkum að efla og örva:

  1. þróun kunningsskapar, svo að hann veiti tækifæri til þjónustu.
  2. háleitar siðgæðiskröfur í viðskiptum og starfi, viðurkenningu á gildi allra nytsamra starfa og viðurkenningu þess, að sá, sem innir gott starf af hendi í starfsgrein sinni, sé samfélaginu þarfur þegn.
  3. viðleitni hvers rótarýfélaga til að breyta samkvæmt þjónustuhugsjóninni í einkalífi sínu, starfi og félagsmálum.
  4. alþjóðlegan skilning, velvild og frið með alheims félagsskap manna í öllum starfsgreinum, sem sameinast í þjónustuhugsjóninni.

Fjórpróf rótarýmanna

  • Er það satt og rétt?
  • Er það drengilegt?
  • Eykur það velvild og vinarhug?
  • Er það öllum til góðs?

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning