Veffundir - e-clubs

Netklúbbar

e-clubs, klúbbar á netinu

Eitt af því sem netið hefur fært okkur er að nú getum við hist í sýndarveröld. Notað netið til samskipta og eitt af því sem breyst hefur er að nýjir rótarýklúbbar hafa orðið til - netklúbbar.

Einn af þekktari netklúbbum er í London, www.erotarylondon.org. Það er kannski skrítið að segja að hann sé í London, því auðvitað fer mest af starfi klúbbsins, a.m.k. fundirnir, fram á netinu.
Fundir eru á mánudögum síðdegis og á kvöldin en reyndar er oftast einhvern að finna á svæðinu ef maður skráir sig inn. Margir eru félagar í netklúbbum til viðbótar við sinn eigin klúbb og bæta upp mætingu með því að kíkja inn á fund í netklúbbnum sínum. Prófið endilega... og þeir sem vilja skoða aðra netklúbba geta farið inn á tenglasíðu klúbbsins og fundið þar flesta aðra netklúbba í heiminum.

eRótarý Ísland

Prófaðu að taka þátt í fundi hjá eRótarý Ísland

http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/erotary/


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning