Fréttir
Styðjum endurreisn á Filippeyjum
Fyrir nokkrum dögum síðan sendi Ron Burton alheimsforseti Rótarý ákall til allra Rótarýfélaga um stuðning við endurreisn samfélagsins á Filippseyjum, eftir hörmungarnar sem riðu þar yfir fyrr í mánuðinum.
Umdæmisráð Rótarý á Íslandi tekur undir þetta ákall og skorar á alla Rótarýfélaga á Íslandi að leggja þessu brýna málefni lið með að styrkja Rauða krossinn á Íslandi um 1000 krónur á hvern Rótarýfélaga.
Rauði krossinn hefur nú þegar hafið hjálparstarf á Filippseyjum og mun sjá til þess að hver króna sem safnast nýtist til góðra verka.
Sýnum samtakamátt okkar í verki og virkum Rótarý til betra lífs.