Fréttir
Nýr félagi
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er nýr félagi í Rótarýklúbbi Reykjavík-Miðborg. Almar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1997 og MBA frá London Business School 2005. Hann gegndi ýmsum störfum hjá Íslandsbanka, Glitni og FBA 1997-2008. Hann tók við núverandi starfi 2009.
Almar er kvæntur Guðrúnu Zoéga og eiga þau fjögur börn. Fjölskyldan býr í Garðabæ. Loks skal nefnt að Almar er formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.
Vefur klúbbsins.