Fréttir
  • Veiting hvatningarverðlauna Rótarýklúbbsins Straums

5.6.2008

Rótarýklúbburinn Straumur veitir hvatningarverðlaun i fyrsta sinn

Geir Bjarnson, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar fékk verðlaunin

Á 11 ára afmæli Rótarýklúbbsins Straums í Hafnarfirði afhenti klúbburinn í fyrsta sinn hvatningarverðlaun sem verður framvegis árlegur viðburður. Í ár var ákveðið að Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi fengi verðlaunin og tók hann við verðlaununum í morgun á fundi klúbbsins. Fær hann verðlaunin gott starf sitt í forvarnamálum í Hafnarfirði.

Hvatningarverðlaun Rótarýklúbbsins Straums 2008Á liðnum vetri ákváðu klúbbfélagar að efna til hvatningarverðlauna og samþykkt var að hvatningarverðlaunin skyldu afhent þeim aðila eða aðilum, sem klúbbfélögum þættu hafa gegnið skrefi framar ern aðrir í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða í Hafnarfirði og vera öðrum fyrirmynd og hvatning. Markmið hvatningarverðlaunanna er þannig bæði að benda á það sem vert og eins hitt, að hvetja aðra til dáða, hvern á sínu svið eða sínum stað í mannlífinu. Hvatningarverðlauni endurspegla þannig ugsjón Rótarý sem felst í fjórprófinu. Verðlaunagripurinn er unnin af Fríðu Jónsdóttur, gullsmið, félaga í klúbbnum og byggir hún gripinn á merki og nafni klúbbsins.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning