Rótarýklúbburinn Straumur veitir hvatningarverðlaun i fyrsta sinn
Geir Bjarnson, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar fékk verðlaunin
Á liðnum vetri ákváðu klúbbfélagar að efna til hvatningarverðlauna og samþykkt var að hvatningarverðlaunin skyldu afhent þeim aðila eða aðilum, sem klúbbfélögum þættu hafa gegnið skrefi framar ern aðrir í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða í Hafnarfirði og vera öðrum fyrirmynd og hvatning. Markmið hvatningarverðlaunanna er þannig bæði að benda á það sem vert og eins hitt, að hvetja aðra til dáða, hvern á sínu svið eða sínum stað í mannlífinu. Hvatningarverðlauni endurspegla þannig ugsjón Rótarý sem felst í fjórprófinu. Verðlaunagripurinn er unnin af Fríðu Jónsdóttur, gullsmið, félaga í klúbbnum og byggir hún gripinn á merki og nafni klúbbsins.