Fréttir

6.5.2011

Barnaheimilið í Kimberley

Björn Dagbjartsson hefur nýlega upplýst okkur um gang mála Barnaheimilisins í Kimberley.

Ákveðið var að fylgjast með framvindunni í 5 ár frá opnun heimilsins árið 2008. Reksturinn virðist að mestu hafa staðið undir sér en það hafa komið áföll og hefur neyðarsjóður sem stofnaður var við afhendinguna komið til bjargar.

Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær stóð fyrir söfnun á síðasta félagsfundi og söfnuðust rúmlega 40 þúsund.  Markmiðið er að gera enn betur enda vill Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær ekki láta sitt eftir liggja til að styrkja neyðarsjóðinn.

Margt smátt gerir eitt stórt.