Fréttir
Námsstyrkir Rótarý auglýstir til umsóknar
Rótarýhreyfingin auglýsir til umsóknar styrki Rótarýsjóðsins til háskólanáms í friðarfræðum skólaárin 2015-2017. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum. Á undanförnum tólf árum hafa 11 íslenskir háskólanemar hlotið friðarstyrki Rótarý.