Fjölskyldugolfmót
Til gamans má geta að í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar eru sex félagar sem voru meðal stofnfélaga Golfklúbbsins Kjalar og eru enn virkir í starfi GKj. Tveir þeirra eru einu heiðursfélagar GKj þeir Georg Tryggvason og Örn Höskuldsson. Nokkuð fleiri félagar eru virkir í starfi GKj.
Þegar Texas Scramble er leikið leika tveir kylfingar saman í liði. Báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir boltann þaðan. Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns. Sá sem átti betri boltann slær yfirleitt á undan og hinn á eftir. Eftir þau högg, endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna. Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og er reglan yfirleitt sú að sameiginleg vallarforgjöf kylfinganna er tekin saman og deilt í hana með tölunni fimm.