Fréttir

4.2.2010

105 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar

Þann 23. febrúar verður Rótarýhreyfingin 105 ára. Til að halda upp á þessi tímamót, eru klúbbar hvattir til að minna á starfið.

Á síðasta ári var lögð áhersla á að kynna starf hreyfingarinnar í heild og deila með heimsbyggðinni mikilvægi Polio-verkefnisins. Nú er áríðandi að hver klúbbur finni leið til að kynna sig í sínu nærumhverfi og þjóðfélaginu í heild. Höldum merki hreyfingarinnar á lofti og munum að þó svo 23. febrúar sé hinn opinberi afmælisdagur, er í raun hver dagur rótarýdagur sem hægt er að nota vel í þágu þjónustu við mannkyn.
-vs


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning