Fréttir

25.2.2016

Rótarýklúbburinn Borgir styrkir tilraunaverkefni

Félagslegur stuðningur við nemendur af erlendum uppruna í MK

Í Menntaskólanum í Kópavogi eru 30 nýnemar og um 20 eldri nemar af erlendum uppruna. Rannsóknir sýna aukna hættu á  brotthvarfi nema af erlendum uppruna sem m.a. stafar af veikri sjálfsmynd, ónægri íslenskukunnáttu og félagslegri einangrun. Kennarar þessa nemendahóps og námsráðgjafar verða varir við vaxandi þörf fyrir úrræði sem rýfur félagslega einangrun þeirra og bætir sjálfsmynd.

Á Rótarýdaginn 27. febrúar fer af stað 3ja ára tilraunaverkefni hjá Menntskólanum í Kópavogi til að taka á þessum vanda. Verkefnið er stutt af Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi.

Verkefnið fellst í því að innan skólans sé nemandanum valinn sérstakur stuðningsnemandi ,,mentor“ sem aðstoðar hann við að rjúfa félagslega einangrun bæði innan og utan skólans. Mentorinn hittir sinn stuðningsnema tvisvar í viku þá ýmist innan skólans og/eða utan hans. Verkefnið greiðir allan útlagðan kostnað og mentorinn fær umbun í formi eininga. 

Umsjónarmaður með verkefninu er Þórdís Þórisdóttir námsráðgjafi.Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning