Fréttir

11.1.2009

Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitir verðlaun


Við brautskráningu frá Menntaskólanum í Kópavogi 19. desember 2008 hlaut Inga Kristín Jónsdóttir, útskriftarnemi í framreiðslu, peningaverðlaun og heiðursskjal frá Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi fyrir bestan námsárangur útskriftarnema af iðnnámsbraut skólans.

Við brautskráningu frá Menntaskólanum í Kópavogi 19. desember 2008 hlaut Inga Kristín Jónsdóttir, útskriftarnemi í framreiðslu, peningaverðlaun og heiðursskjal frá Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi fyrir bestan námsárangur útskriftarnema af iðnnámsbraut skólans. Myndin var tekin við afhendinguna þegar forseti klúbbsins, Karl Skírnisson afhenti Ingu Kristínu verðlaunin.
Rótarýklúbburinn Borgir óskar öllum nemendum og starfsmönnum MK velfarnaðar en klúbburinn hefur um árabil verðlaunað þann iðnnema sem hlýtur hæstu meðaleinkunn við útskriftir frá skólanum í desember og  maí. Menntaskólinn í Kópavogi er kjarnaskóli í matvælagreinum og býður fram öflugt nám í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og kjötiðn. Klúbburinn vill með þessu benda á mikilvægi verknáms í framhaldsskólum og hvetja nemendur til dáða sem vel standa sig á því sviði.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning