Fréttir
  • Rkl Borgarness merki

17.9.2012

Líffæragjafir – tökum afstöðu!

Málþing Rótarýklúbbs Borgarness 3. október

Málþing Rótarýklúbbs Borgarness 3. október 2012 í Menntaskólanum í Borgarnesi
Í tilefni af 60 ára afmæli Rótarýklúbbs Borgarness stendur klúbburinn fyrir opnu málþingi um líffæragjafir miðvikudaginn 3. október nk. í Menntaskólanum í Borgarnesi. Rótarýhreyfingin er mannúðarhreyfing. Rótarýhjólið táknar að fólk skiptist á hlutverkum. Fólk gefur af sér og aðrir taka við. Æðsta gjöfin er þegar einn gefur öðrum líf.

Við líffæragjöf gefur einn öðrum líf. Líffæraþeginn þiggur líf og þannig er lífi einstaklings viðhaldið. Rótarýhjólið getur táknað þessa hringrás lífsins – að gefa og þiggja.


Málþing um  Líffæragjafir - Tökum afstöðu

Miðvikudaginn 3. október k. 19.30 í Menntaskólanum í Borgarnesi

Dagskrá:

Kl. 19.30 Rótarýklúbbur Borgarness býður fólk velkomið - Magnús Þorgrímsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness

Kl. 19.35 Setning málþingsins - Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

Kl. 19.45 Sýn Landlæknisembættisins - Jón Baldursson staðgengill landlæknis

Kl. 19.55 Þjónusta utan spítala - Sveinbjörn Berentsson bráðatæknir

Kl. 20.05 Upplifun og reynsla líffæraþega
                -  Diljá Ólafsdóttir Félag nýrnasjúklinga 
                -  Jóhann Bragason Samtök lungnasjúklinga 
                -  Sigríður Ásta Vigfúsdóttir Félag lifrarsjúkra  
                -  Kjartan Birgisson Hjartheill, landsamtök hjartasjúklinga.

Kl. 20.50 Meðhöndlun sjúklinga með hjartabilun - Inga S. Þráinsdóttir hjartalæknir

Kl. 21.05 Pallborðsumræður - Frummælendur og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður

Kl. 21.45 Málþingsslit

Fundarstjóri verður Magnús Þorgrímsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning