Fréttir

29.10.2014

"Gefðu barni hlýju" átaksverkefni eRótarý Ísland

Fyrir nokkru ýtti klúbburinn eRótarý Ísland úr vör átaki sem hefur fengið heitið "Gefðu barni hlýju" í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.

Átakinu er ætlað að hvetja fólk til þess að koma hlífðarfatnaði fyrir börn (úlpur, kuldagallar, pollagallar, kuldaskór o.s.frv.) til Hjálparstofnunar kirkjunnar sem síðan kemur fatnaðinum áfram til íslenskra barnafjölskyldna sem á þurfa að halda. Síðar kemur til greina að klúbburinn komi saman og hjálpi líka til við flokkun á fatnaði.

eRótarý Ísland vill vekja athygli sem víðast á þessu átaki og vonandi safnast vel af útifötum því þörfin er mikil núna þegar farið er að kólna í veðri. Klúbburinn hvetur alla til að kíkja í geymslurnar, hvort þar sé ekki einhver útifatnaður sem ekki er lengur notaður en gæti komið öðrum vel.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning