Fréttir
  • Halla Harpa Stefánsdóttir og Vigdís Jónsdóttir

27.6.2013

Straumur veitti hvatningarverðlaun

Rótarýklúbburinn Straumur í Hafnarfirði hefur árlega veitt einstaklingi eða samtökum/félögum í Hafnarfirði hvatningarverðlaun.  Markmiðið með viðurkenningunni er bæði að vekja athygli á góðu starfi í þágu einstaklinga og samfélags og hvetja til dáða. Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar á Bæjarhrauni, fær verðlaunin í ár, í sjötta sinn sem verðlaunin eru afhent.

Halla Harpa hefur í ríflega 20 ár unnið þrotlaust og óeigingjarnt starf í þágu fjölfatlaðra einstaklinga. Halla hefur unnið brautryðjendastarf í að nýta Bliss tækni og tengja saman nýjustu tækni bæði í þróun tölvutækni og forrita til að opna fjölfötluðum gátt inn í okkar heim og rjúfa þannig einangrun þeirra. Tæknin felst ekki síst í að finna og í sumum tilfellum að þróa nema fyrir einstaklinginn. Má sem dæmi nefna góm sem Halla stóð að þróun á ásamt Stoð hf en með gómnum getur kona sem hann notar tjáð sig með tölvu sinni. Það er alveg ljóst að Halla Harpa er verðug verðlauna fyrir þrautseigju, hugmyndaauðgi og jákvæðni í starfi sínu. Það er upplifun að sjá hana hvetja alla í kringum sig og hvernig hún nær til skjólstæðinganna. Halla Harpa er því vel að hvatningarverðlaunum Rótarýklúbbsins Straums komin fyrir árið 2013.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning