Fréttir

23.12.2010

Nýir félagar og hátíð í bæ

12320-157-397

Mynd Ragnar Th. Sigurðsson

Hátíðlegt yfirbragð einkenndi jólafund Rótarýklúbbsins Borga sem haldinn var á Þorláksmessu 2010.

 

Hátíðlegt yfirbragð einkenndi jólafund Rótarýklúbbsins Borga sem haldinn var á Þorláksmessu 2010.  Fundurinn var í umsjón Menningarmálanefndar. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum voru tveir fyrrverandi félagar teknir inn í klúbbinn að nýju.  Það eru þau Ásthildur Bernharðsdóttir og Sverrir Arngrímsson.  Kristján forseti bauð þau velkomin og var þeim fagnað með lófataki.

23.11-1

 

Forseti afhenti umsjónarmönnum veitinga í Safnarðarheimili Kársnessóknar blóm sem þakklætisvott fyrir velunnin störf á sl. ári. 23.11-5

 

 

Síðan var gengið til helgistundar í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og félagi í Rkl. Rvík Austurbær  tók á móti félögum í Kópavogskirkju og flutti jólahugvekju.Kjartan Sigurjónsson lék af list á orgelið og sungnir voru jólasálmar.

23122010 

Einnig spiluðu átta klarinettleikarar,yngismeyjar úr Skólahljómsveit Kópavogs jólalög við góðar undirtektir.