Á fundi Borga, 23. mars 2017, var haldin lestrarkeppni undir stjórn Þórðar Helgasonar. Lesið var úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ, auk ljóðs eftir Steinunni Sigurðardóttur og sjálfvalið ljóð. Upplesturinn var afar skemmtilegur og margt snilldarljóðið flutt.
Prófdómarar voru Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Baldur Sigurðsson. Var tekið tillit til þess hve vel var lesið í öllum umferðum, litið upp til að ná sambandi við áheyrendur og lesið skýrt. Fyrstu verðlaun hlaut Rannveig Guðmundsdóttir. Aukaverðlaun hlaut Svava fyrir upplesturinn á En hvað það var skrýtið.
Lesa meiraÁ fundinum 18. febrúar fór fram formleg inntaka tveggja nýrra félaga sem mælt hefur verið með og kynnt hafa sér klúbbinn að undanförnu. Þetta eru þau Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og Sigfús Kristjánsson sóknarprestur í Hjallakirkju. (Úr fundargerð - ljósmynd Marteinn Sigurgeirsson).
Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgir (kort)
Fundartími: Fimmtudagur 07:45
----------------------------------------------
Kennitala : 5705003760
Netfang : borgir@rotary.is
Veffang : http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/borgirkop/
Fjöldi félaga í klúbbi : 76