Fréttir

24.3.2015

Vorverkin og vandi á fjöllum

Snorri Konráðsson flutti þriggja mínútna erindi á fundi 19. mars og sagði frá göngu á fjallið Hest eða Folafót við Ísafjarðardjúp fyrir margt löngu. Þegar hann var kominn í ógöngur ofarlega í fjallinu settist hann niður og bjó til áætlun um hvernig hann gæti komist klakklaust niður. Hann þrepaskipti leiðinni í þrjá áfanga og bætti svo nýjum áföngum við þegar nýjar áskoranir bættust við. Þennan hugsunarhátt sagðist Snorri oft hafa tileinkað sér við erfiðar aðstæður síðar á lífsleiðinni. 


Jónína Stefánsdóttir kynnti  Guðríði Helgadóttur, bjartsýnisræðumann dagsins, sem talaði um vorverkin í garðinum og sól og sumaryl. Hún sagði frá störfum sínum í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á Ölfusi og lýsti leiðindum þessa vetrar á Hellisheiði og nærsveitum. Guðríður færði sig síðan yfir í vorið og sagði að það hlyti að bresta á fyrr en síðar. Svo stiklað sé á stóru þá voru nokkur lykilorð í erindi Guðríðar, t.d. val á fræum, akrýldúkar, verkfæri, vökvun, priklun, litur grænmetis og rófna, verkfæri, klippingar og loks skordýr og aftaka þeirra.