Fréttir

80 ára afmæli Rótarýklúbbs Akureyrar - 17.3.2018



Dagskrá

Kl. 17.00 Rótarýfundur í Háskólanum á Akureyri í anddyri Borga
Þema dagskrár er “Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“
Erindi flytja Aðalheiður Jónsdóttir, sálfræðingur hjá HSN og
Eyjólfur Guðmundsson, háskólarektor

Kl. 19.30 Hátíðarkvöldverður á Hótel Kea
Fordrykkur í boði klúbbsins
Veislustjóri er Ólafur Jónsson
Hátíðarræðu flytur Björn Teitsson

Heiðursgestir eru:
Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri og kona hans Guðný Jónsdóttir
Kristinn G. Jóhannsson, umdæmisstjóri 1978-1979 og kona hans
Guðbjörg Sigurðardóttir
Pétur Bjarnason, umdæmisstjóri 2007-2008 og kona hans
Herdís S. Gunnlaugsdóttir
Hátíðarkvöldverðurinn kostar 8.500 og greiðist á hótelinu

Öll dagskráin er miðuð við Rótarýfélaga og maka þeirra

Hlökkum til að sjá ykkur
Elín Björg Ragnarsdóttir

Elín Björg Ragnarsdóttir flytur starfsgreinarerindi - 5.10.2017

Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur og fararstjóri með meiru, flutti erindi um störf sín sem verkefnastjóri á Fiskistofu. Þar fer fram öflugt eftirlit með veiðum úr fisk- og hvalveiðistofnum landsmanna.

Læknarnir Brynjólfur Ingvarsson og Ólafur Oddsson til beggja hliða forseta

Starfsemin undanfarið - 7.6.2017

Kynning á Rotary International, sem haldin var 25. janúar, tókst með ágætum og einnig myndasýning í Amtsbókasafninu í febrúarmánuði. Fyrirlestraröðin hófst með erindi Ágústs Þórs Árnasonar um mannréttindi og kosningarétt, svo ræddu læknarnir Brynjólfur Ingvarsson og Ólafur Oddsson um geðhjálp á Akureyri með hliðsjón af reynslu frá Ítalíu, Jónas Vigfússon kynnti nýtt leiðarkerfi Strætó á Akureyri, Albertína F. Elíasdóttir fjallaði um staðartengsl og staðarvitund, Edward Huijbens fjallaði um „Semester at Sea“ ferð sína ásamt fjölskyldu með kennsluskipinu MS World Odyssey, haustið 2016, Hólmar Svansson frá Sæplasti (Prómens) á Dalvík sagði frá kerjaframleiðslu fyrirtækisins, hérlendis sem erlendis. Jón Hlöðver sagði frá Akureyrarveikinni 1948-9, sem var veirusýking sem smitaði um 7% íbúa, eða 465 manns og breiddist síðar til m.a. Sauðárkróks, Hvammstanga, Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Veiran er skyld polio sem veldur lömunarveiki, en Rótarýhreyfingin vinnur að því að útrýma lömunarveiki á heimsvettvangi. Cherian Essam Sadek, AFS skiptinemi, flutti erindi um heimaland sitt, Egyptaland. Helgi Þ. Svavarsson og Kristín B. Gunnarsdóttir sögðu frá Happy Bridges, nýstofnuðu félagi sem vinnur gegn fordómum og fræðir um ólíka menningarheima. Bjarki Jóhannesson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, kynnti drög að aðalskipulagi 2018-2030, með áherslu á þéttingu byggðar. Brynhildur Pétursdóttir sagði frá Neytendasamtökunum, starfsemi þeirra og núverandi ástandi innanhúss sem ratað hefur í fjölmiðla.

Tvær fyrirtækjaheimsóknir hafa verið farnar frá áramótum: Til Landsbankans þar sem félagi okkar Inga Karlsdóttir (verðandi forseti 2018-2019) tók á móti okkur og Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans, sagði frá málverkum sem eru víða í bankabyggingunni. Maí mánuði lauk með heimsókn í Kaldbak, nýjasta skip Samherja, sem smíðað var í Tyrklandi en hannað hérlendis. Sigtryggur Gíslason skipstjóri sagði frá búnaði, hönnun og virkni.

Gullskóflan

Fjör í fyrra - 7.6.2017

Þrátt fyrir að margt hafi verið í gangi hjá klúbbnum á þessu starfsári þá hefur lítið verið sett á heimasíðuna undanfarna mánuði. Hér er reynt að bæta úr því í tveimur fréttaskeytum með myndum.

Fyrir áramót fór af stað undirbúningur vegna tveggja viðburða á vegum klúbbsins, annars vegar kynning á Rótarýhreyfingunni sem haldin var fyrir boðsgesti í janúar mánuði og svo sýningu í Amtsbókasafninu í febrúar. Þann 19. október kom umdæmisstjórinn, Guðmundur Jens Þorvarðarson, í heimsókn og samkvæmt hefð plantaði hann tré í Botnsreit með gullskóflunni. Svo var haldin sameiginleg matarveisla í Mývatnssveit með rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi, í umsjá Eyþórs Elíassonar aðstoðarumdæmisstjóra.

Í október til desember 2016 voru flutt mörg skemmtileg og fræðandi erindi; Inga Karlsdóttir talaði um jákvæða sálfræði, Albertína F. Elíasdóttir fræddi okkur um orku- og ferðaþjónustufélag sem hún stýrir og heitir EIMUR, Sunna Valgerðardóttir frá RÚV sagði frá nýja húsnæðinu og starfseminni á Norðurlandi, Kristín Sóley Björnsdóttir kynningarstjóri sagði frá Menningarfélaginu MAK, Guðmundur Heiðreksson frá Vegagerðinni talaði um öryggismál og um jólin var séra Jón Ómar Gunnarsson með hnyttna hugvekju.


Rótarýklúbbur Akureyrar

Fundarstaður

Hótel KEA (kort)
Fundartími: Miðvikudagur 18:15

----------------------------------------------
Kennitala : 7008953279
Netfang : akureyri@rotary.is
Veffang : http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/akureyri
Fjöldi félaga í klúbbi : 29