Fréttir

22.5.2014

Hermann Sigtryggsson heiðraður

Hermanni var færður áletraður skjöldur og blómvöndur í tilefni þess að á þessu herrans ári á Hermann að baki 50 ára óeigingjarnt starf með og í þágu Rótarýhreyfingarinnar. Þetta var jafnframt fyrsti fundur klúbbsins í Golfskálanum Jaðri en þar verða fundir klúbbsins haldnir yfir sumarið og fram á haustið þetta árið. Erindi dagsins hélt félagi Björn Teitsson og var það einskonar starfsgreinarerindi um sögu safnahússins á Húsavík. Ljósmyndir tóku ýmsir - með myndavél Hermanns Sigtryggssonar