Fréttir
Guðmundur Haukur Sigurðarson, Vistorku
19. ágúst 2015
Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku kom í heimsókn og fræddi fundargesti um árangur okkar Akureyringa og Eyfirðinga í nýtingu orku. Vistorka er í eigu Norðurorku og koma ýmsir að þessu félagi. Vistorka er nokkurs konar regnhlíf yfir ýmiskonar umhverfisverkefni sem unnin eru á Eyjafjarðasvæðinu. Stefnan er sett á að Akureyri verði kolefnislaust samfélag en til samanburðar losar 20.000 manna samfélag sem ekki vinnur í þessum anda um 100 milljónir kg af CO2 á hverju ári. Vistorka vinnur núna mest með íbúa bæjarfélagsins og er áherslan á hitun húsa, rafmagnsnotkun, sorpmál og ferðalög.
Guðmundur ræddi um um helstu flokka sem unnið er með sem ganga undir nafninu „ný orka, nýtni og nýrækt“. Akureyri er leiðandi bæjarfélag á Íslandi í umhverfismálum og er stefnan sett á að minnka útblástur bíla um 50% á næstu misserum. Guðmundur bar saman þá fjóra flokka bifreiða sem í boði eru í dag eða bensín, dísel, metan og rafmagn. Hann telur þróunina hraða og breytingar vera rétt handan við hornið.
Guðmundur ræddi um um helstu flokka sem unnið er með sem ganga undir nafninu „ný orka, nýtni og nýrækt“. Akureyri er leiðandi bæjarfélag á Íslandi í umhverfismálum og er stefnan sett á að minnka útblástur bíla um 50% á næstu misserum. Guðmundur bar saman þá fjóra flokka bifreiða sem í boði eru í dag eða bensín, dísel, metan og rafmagn. Hann telur þróunina hraða og breytingar vera rétt handan við hornið.