Fréttir
  • Sr. Benedikt Kristjánsson og fjölskylda

26.11.2015

Þórhallur Sigtryggsson, móðurætt

25. nóvember 2015

Félagi Þórhallur Sigtryggsson fór með erindi um móðurætt sína sem telst húnversk ef farið er fjóra ættliði aftur og tengist svo hvoru tveggja til suðvesturhorns, austur í Kelduhverfi og vestur á Mýrar. Langa-langafi hans var Kristján "ríki" Jónsson sem rak sauðfé sitt suður Kjöl til að forða því frá niðurskurði sem koma átti í veg fyrir kláðaútbreiðslu. Þessi rekstur var í óþökk ýmsra fylkinga sauðfjárbænda. Kristján giftist tveimur sér eldri konum til fjár, að því er talið er, og var í barnlausum hjónaböndum en átti þeim mun fleiri börn með vinnukonum sem hann gekkst við flestum. Eitt barnanna var Benedikt Kristjánsson sem síðar ákvað á örlagastundu að ganga í prestaskóla í stað þess að hverfa til náms í Kaupmannahöfn. Þórhallur telur sig Húsvíking því hann fæddist þar og ólst upp en þegar grannt er skoðað er hann víða að og það á sennilega við um mörg okkar. Meðfylgjandi mynd frá árinu 1900 er af fyrrnefndum langafa Þórhalls, Sr. Benedikt Kristjánssyni presti á Grenjaðarstað með fjölskyldu sinni.