Fréttir
  • Kristinn J. Albertsson

15.11.2014

Hugleiðingar um eldgos

Fundur 12. nóvember 2014

Kristinn J. Albertsson, forstöðumaður Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar, flutti hugleiðingar um eldgos víða um heim og frá ýmsum tímum og setti stundum í samhengi við gosið í Holuhrauni sem nú stendur yfir (1 km3 og myndar því um 1 cm þykkt lag ef dreift yfir Ísland, gasefni um 100 ktonn, hraunrennsli 100 m3/s og flatarmál um 70 km2). Minnst var á helstu gosstöðvar á Íslandi (t.d. Grímsvötn, Öskju, Bárðarbungu) og nefnt t.d. að Skaftáreldar gáfu 15 km3 hraun, Vatnaöldur 21 km3. Minnsta íslenska gosið var hins vegar úr borholu í Bjarnarflagi (við Kröfluelda). Meiri háttar gos eru allt að 80 km3 en svo eru eru ofurgos eins og Toba á Indoónesíu yfir 2000 km3. St. Helens gosið 1980 var nefnt sérstaklega og áhrifamiklar myndir skoðaðar sem sýna mikla hreyfingu fjallsins mörgum árum eftir hið mikla sprengigos í upphafi. Í Mont Pelée í Martinique myndaðist gígtappi sem einnig verður til í sumum öðrum eldfjöllum. Eldgosin eru mismunandi mannskæð, og gefa frá sér hraun, ösku og eiturgastegundir. Til viðmiðunar hefur Kilauea á Hawaii gosið síðan 1983 og gasmagn þaðan nú 22,5 megatonn. Hraunrennsli Skaftárelda er talið hafa verið 8000 m3/s sem er meira en vatnsrennsli í öllum íslenskum ám (eitthvað yfir 6000 m3/s). Gos eru mismunandi mannskæð - eðjuhlaup sem verða við gos hafa orðið 5 til 6000 manns að bana á Indónesíu en Laki á Íslandi (1783) er talið hafa orðið 6 milljónum manna að bana, þar af 25% landsmanna.

Við sofum vonandi rótt þrátt fyrir þetta.