Fréttir
Hörður Geirsson talar um myndasafn
16. mars 2016
Hörður Geirsson sagði frá ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri, sem samanstendur af fjölda
glerplatna, filma og stafrænna mynda. Í safninu eru m.a. um 34.600 filmublöð.
Stærsta ljósmyndasafnið er frá Vikublaðinu Degi. Hörður er að þróa
aðferð við að búa til „fingrafar“ ljósmyndara gamalla votplötumynda,
en elsta myndin er frá árinu 1858. Framkvæma þarf í þeim tilgangi ítarlegar efnarannsóknir á hverri mynd.
Gefandafjöldi mynda hefur aukist og reis hæst í kringum afmæli Akureyrarbæjar. Hlutur stafrænna mynda á eftir að aukast mjög mikið í framtíðinni og því er nauðsynlegt að safnið setji sér grisjunarstefnu. Fyrirlestur Harðar var afar fróðlegur en klúbburinn okkar er áhugasamur um að varðveita klúbbmyndir á Minjasafninu.
Gefandafjöldi mynda hefur aukist og reis hæst í kringum afmæli Akureyrarbæjar. Hlutur stafrænna mynda á eftir að aukast mjög mikið í framtíðinni og því er nauðsynlegt að safnið setji sér grisjunarstefnu. Fyrirlestur Harðar var afar fróðlegur en klúbburinn okkar er áhugasamur um að varðveita klúbbmyndir á Minjasafninu.