Fréttir

7.10.2014

Stjórnarskipti voru þann 9.júlí 2014

Að frumkvæði Jóns Hlöðvers risu karlmenn úr sætum og sungu fyrir konurnar í tilefni þess að fjórar konur höfðu í fyrsta skipti í sögu klúbbsins gegnt stjórnarembættum á starfsárinu. Stefán Steindórsson tók við embætti forseta af Rannveigu Björnsdóttur, Birgir Guðmundsson við embætti gjaldkera af Ingu Karlsdóttur og Ragnar Ásmundsson við embætti ritara af Soffíu Gísladóttur.