Fréttir

Selfoss kirkjan og áin

Stefnir í spennandi umdæmisþing - 12.9.2013

Nú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?

Lesa meira
Per Hylander

Námskeið í félagaþróun! - 8.3.2013

Námskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.

Lesa meira
Rótarýklúbbur Ísafjarðar með mökum

Rótarýklúbbur Ísafjarðar 75 ára - 20.10.2012

Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnar 75 ára afmæli laugardaginn 20. október. Það var sumarið 1937 sem umdæmisstjóri dönsku Rótarýklúbbanna, E. Ipsen, var á ferð hér á landi til að heimsækja Rótarýklúbb Reykjavíkur, sem þá var eini klúbbur landsins. Reykjavíkurklúbburinn hafði starfað í þrjú ár og var Ipsen að undirbúa stofnun fleiri klúbba hér á landi. Eftir heimsókn til Reykjavíku lá leið hans til Ísafjarðar þar sem hann átti fund með heimamönnum og var meðal annarra gesta, Árni Friðriksson fiskifræðingur. Ísfirðingar þurftu ekki mikla hvatningu við þar sem Rótarýklúbbur Ísafjarðar var stofnaðu 20. október 1937 á heimili Jónasar Tómassonar bóksala og konu hans Önnu Ingvarsdóttur. Voru fundir næstu tvö árin haldin á heimili þeirra hjóna eða í sumarbústað þeirra í Tunguskógi.

Lesa meira
Gestir á fundi Rótarýklúbbs Ísafjarðar

Nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi - 17.7.2012

Félagar í Rótarýklúbbi Ísafjarðar héldu síðasta fund starfsársins fimmtudaginn 5. júlí í Skíðaskálanum í Tungudal. Mikið stóð til þar sem félagi í klúbbnum, Kristján Haraldsson tók við stöðu umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi af Tryggva Pálssyni. Kristján er þriðji meðlimur klúbbsins frá upphafi sem gengt hefur stöðu umdæmisstjóra hreyfingarinnar.

Lesa meira




Rótarýklúbbur Ísafjarðar

Fundarstaður

Hótel Ísafjörður (kort)
Fundartími: Fimmtudagur 18:30
maí-ág. kl. 12.00
----------------------------------------------
Kennitala : 5707962089
Netfang : isafjordur@rotary.is
Veffang :
Fjöldi félaga í klúbbi : 20

 

Myndaalbúm

Kristján Haraldsson og frú
Kristján Haraldsson og frú