Árleg sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg var farin dagana 21.-24. júní 2018. Að þessu sinni var farið í Ísafjarðardjúp. Gist var á hótelinu að Reykjanesi en þar var áður héraðsskóli. Gengið var um svæðið þar, Ögur og Ögurvík svo og Snæfjallaströnd. Fyrsta sumaraferðin var farin 1998 þegar Laugavegurinn var genginn. Það var ferðanefnd klúbbsins undir forystu Margrétar Guðmundsdóttur sem skipulagði ferðina. Lára V. Júlíusdóttir sem situr í ferðanefndinni tók saman stutta ferðalýsingu. Auk Margrétar og Láru eru Rannveig Gunnarsdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir í ferðanefndinni. Alls tóku 24 þátt í ferðinni, klúbbfélagar og makar.
Lesa meiraNýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hófst 1. júlí 2018. Samtímis tók við ný stjórn klúbbsins. Formaður hennar er Stefán S. Stefánsson. Auk hans sitja í stjórninni Guðrún Ragnarsdóttir viðtakandi forseti (verður forseti starfsárið 2019-2020), Íris Baldursdóttir ritari, Sigrún J. Þórisdóttir stallari, Sævar Kristinsson gjaldkeri og Svanhildur Blöndal fráfarandi forseti (var forseti starfsárið 2017-2018). Táknræn stjórnarskipti fóru fram 28. maí 2018 á síðasta fundi klúbbsins fyrir sumarfrí.
Lesa meiraNauthóll, Nauthólsvegur 106, 101 Rvk. (kort)
Fundartími: Mánudagur 12:15
----------------------------------------------
Kennitala : 6901962209
Netfang : rvk-midborg@rotary.is
Veffang : http://www.rotary.is/midborg/
Fjöldi félaga í klúbbi : 80