Fréttir

10.10.2016

Góðir gestir á rótarýfundi

Tveir erlendir rótarýfélagar mættu á fund í Rótarýkúbbnum Reykjavík-Miðborg 10. október 2016. Ágúst J. Magnússon er Íslendingur sem hefur verið búsettur á Filippseyjum í mörg ár. Hann er í rótarýklúbbi í San Juan. Joseph Davis er í rótarýklúbbi í Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum. Hann flutti erindi á rótarýstundinni Arctic Rotary Connections sem skipulögð var af Rotary International á Hringborði norðursins (Arctic Circle) í Reykjavík 6.-9. október 2016. Ágúst og Joseph skiptust á fánum rótarýklúbba sinna við Thomas Möller, forseta Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg.