Fréttir

11.7.2018 : Sumarferð 2018

Árleg sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg var farin dagana 21.-24. júní 2018. Að þessu sinni var farið í Ísafjarðardjúp. Gist var á hótelinu að Reykjanesi en þar var áður héraðsskóli. Gengið var um svæðið þar, Ögur og Ögurvík svo og Snæfjallaströnd. Fyrsta sumaraferðin var farin 1998 þegar Laugavegurinn var genginn. Það var ferðanefnd klúbbsins undir forystu Margrétar Guðmundsdóttur sem skipulagði ferðina. Lára V. Júlíusdóttir sem situr í ferðanefndinni tók saman stutta ferðalýsingu. Auk Margrétar og Láru eru Rannveig Gunnarsdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir í ferðanefndinni. Alls tóku 24 þátt í ferðinni, klúbbfélagar og makar.

Lesa meira

1.7.2018 : Nýtt starfsár, ný stjórn

Nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hófst 1. júlí 2018. Samtímis tók við ný stjórn klúbbsins. Formaður hennar er Stefán S. Stefánsson. Auk hans sitja í stjórninni Guðrún Ragnarsdóttir viðtakandi forseti (verður forseti starfsárið 2019-2020), Íris Baldursdóttir ritari, Sigrún J. Þórisdóttir stallari, Sævar Kristinsson gjaldkeri og Svanhildur Blöndal fráfarandi forseti (var forseti starfsárið 2017-2018). Táknræn stjórnarskipti fóru fram 28. maí 2018 á síðasta fundi klúbbsins fyrir sumarfrí.

Lesa meira

3.6.2018 : Sumarfrí rótarýklúbbs

Fundir falla niður í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg mánudagana 4. júní til og með 13. ágúst 2018 vegna sumarfrís klúbbsins. Næsti fundur verður því mánudaginn 20. ágúst 2018 á hefðbundnum fundarstað klúbbsins á veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík.

26.5.2018 : Rótarýklúbbur gróðursetur

Rótarýklúbbar um allan heim láta gott af sér leiða með ýmiss konar samfélagsverkefnum. Þetta er kjarninn í rótarýstarfinu. Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg er þar engin undantekning. Þann 23. maí 2018 hittust klúbbfélagar í Heiðmörk og góðursettu fjölmargar trjáplöntur. Klúbbfélagar nutu leiðsagnar Gústafs Jarls Viðarssonar, skógfræðings hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

20.5.2018 : Rótarýklúbbur veitir styrki

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg veitti nýlega styrki til Ljóssins og Umhyggju. Ljósið er sem kunnugt er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Umhyggja er félag langveikra barna. Á myndinni eru Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Ljóssins og Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Með þeim er Magnús Harðarson, gjaldkeri Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg sem afhenti styrkina. Samtals námu styrkirnir tveir 500 þús.kr. Styrkir til samfélagsverkefna endurspegla almenn markmið rótarýhreyfingarinnar sem eru að efla bræðralag og veita þjónustu.

1.5.2018 : Heimsókn til Deloitte

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti Deloitte 30. apríl 2018 í höfuðstöðvum félagsins í Kópavogi. Halldór Arason, löggiltur endurskoðandi og stjórnarformaður Deloitte og klúbbfélaginn Davíð Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Talenta, dótturfélags Deloitte tóku á móti hópnum. Um 25 klúbbfélagar sóttu fundinn.
Lesa meira