Fréttir
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg styrkir nýjan klúbb
Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 30. apríl 2012 afhenti Hrönn Geirsdóttir, forseti klúbbsins Agnesi Gunnarsdóttur, forseta eRótarý Íslands, nýjasta rótarýklúbbsins á landinu, styrk að fjárhæð 100.000 kr.
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg er annar af stuðningsklúbbum nýja klúbbsins og aðstoðaði við stofnun hans. Þar mæddi mest á Brynjólfi Helgasyni, fyrrverandi forseta klúbbsins.