Fréttir

30.6.2011

Velheppnuð sumarferð

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg ferðast um Breiðuvík og nágrenni

Fjórtánda sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg var farin 23.-26. júní. Að þessu sinni lá leiðin til Breiðavíkur þar sem gist var á Hótel Breiðavík. Alls tóku 38 þátt í ferðinni, þar af 17 klúbbfélagar. Þurrir og sólríkir/léttskýjaðir dagar voru nýttir til að skoða Breiðavíkursand, Látrabjarg, Geldinsskorardal (björgunarafrekið þegar togarinn Dhoon strandaði í desember 1947), Keflavík, Sjöundá, Saurbæjarkirkju, Rauðasand, ævintýragarðinn við Lambavatn, Sauðlauksdal og minja/flugminjasafnið að Hnjóti. Í lok ferðarinnar litu nokkrir félagar við í sumarhúsi klúbbfélagans Estherar Guðmundsdóttur á Patreksfirði.

Ferðnefnd klúbbsins hafði veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar eins og undanfarin ár. Í henni sitja Margrét Guðmundsdóttir, formaður, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir.  

Nokkrar myndir úr ferðinni:

IMG_4406IMG_4393IMG_4384IMG_4373IMG_4355IMG_4341IMG_4318IMG_4313IMG_4263IMG_4262IMG_4242IMG_4240IMG_4236IMG_4156

9068486846778496845455643395843180129468