Fréttir

24.10.2011

Heimsókn til hótels Reykjavík Natura

Í dag var vikulegur fundur Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg haldinn á Icelandair Hotels Reykjavik Natura sem áður hét Hótel Loftleiðir. Hótelið hefur fengið gagngera andlitslyftingu. Á hótelinu er lögð áhersla á að gestir kynnist ýmsum hliðum íslenskrar menningar og náttúru þannig að ekkert fari milli mála að þeir eru staddir á hóteli á Íslandi en ekki hvar sem er í heiminum.

 

Fundur 24-10-2011 7

 

Á fundinum fræddi Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Icelandair Group klúbbfélaga um ýmsa þætti í starfsemi samstæðunnar en vöxtur hennar, sérstaklega flugfélagsins Icelandair, hefur verið hraður síðustu tvö ár eftir harkalegan samdrátt í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Magnea Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels greindi frá breytingum á Reykjavik Natura, breytingum á öðrum hótelum í Icelandair Hotels keðjunni ásamt því að greina frá nýju hóteli, Reykjavik Marina, sem opnað verður við Reykjavíkurhöfn vorið 2012.

Fundur 24-10-2011 5Fundur 24-10-2011 8Fundur 24-10-2011 6Fundur 24-10-2011 2Fundur 24-10-2011 3Fundur 24-10-2011 1