Nýtt starfsfár, ný stjórn
.jpg)
Þann 1. júlí 2013 hófst nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg. Samtímis tók við ný stjórn undir forystu Kristínar Guðmundsdóttur.
Í nýrri stjórn Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg sitja:
Kristín Guðmundsdóttir, forseti
Jón Bergmundsson, viðtakandi forseti
Thomas Möller, ritari
Esther Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Gunnar Svavarsson, stallari
Jón Ólafur Halldórsson, fráfarandi forseti
Esther, Gunnar, Kristín og Thomas hafa áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Kristín var gjaldkeri í fyrstu stjórn klúbbsins sem sat frá maí 1994 til janúar 1996. Esther var stallari í annarri stjórninni sem sat frá janúar 1996 til júní 1997. Thomas var ritari starfsárið 2005-2006 og Gunnar gjaldkeri starfsárin 1998-1999 og 2006-2007.
Á stjórnarskiptafundi á Nauthóli 1. júlí 2013 voru stjórnarskiptin innsigluð þegar Jón Ólafur Halldórsson, fráfarandi forseti hengdi forsetakeðjuna á háls Kristínar Guðmundsdóttur, nýs forseta. Í ávarpi sínu á fundinum fór Jón Ólafur yfir það helsta í starfsemi klúbbsins á liðnu starfsári. Haldinn var 41 fundur, þar af sjö annars staðar en á Nauthóli, reglulegum fundarstað klúbbsins. Árleg sumarferð klúbbsins var farin dagana 28.-30. júní um Vatnsnes í Vestur-Húnavatnssýslu. Fjórir nýir félagar voru teknir í klúbbinn á starfsárinu, þrír karlar og ein kona. Einn félagi hætti. Klúbbfélagar eru nú 80, 39 karlar og 41 kona. Hefur klúbbfélögum fjölgað um 18 á þremur árum. Klúbburinn styrkti ENZA, fræðslumiðstöð fyrir konur í Suður-Afríku með peningagjöf auk þess sem klúbburinn lagði fé í Rótarýsjóðinn. Hér má finna ávarp Jóns Ólafs: Ársskýrsla 2012-2013