Fréttir

1.7.2013

Nýtt starfsfár, ný stjórn

RRM 1-7-2013 8

Þann 1. júlí 2013 hófst nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg. Samtímis tók við ný stjórn undir forystu Kristínar Guðmundsdóttur.

Í nýrri stjórn Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg sitja:

Kristín Guðmundsdóttir, forseti

Jón Bergmundsson, viðtakandi forseti

Thomas Möller, ritari

Esther Guðmundsdóttir, gjaldkeri

Gunnar Svavarsson, stallari

Jón Ólafur Halldórsson, fráfarandi forseti

 

RRM 1-7-2013 7Esther, Gunnar, Kristín og Thomas hafa áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Kristín var gjaldkeri í fyrstu stjórn klúbbsins sem sat frá maí 1994 til janúar 1996. Esther var stallari í annarri stjórninni sem sat frá janúar 1996 til júní 1997. Thomas var ritari starfsárið 2005-2006 og Gunnar gjaldkeri starfsárin 1998-1999 og 2006-2007.

Á stjórnarskiptafundi á Nauthóli 1. júlí 2013 voru stjórnarskiptin innsigluð þegar Jón Ólafur Halldórsson, fráfarandi forseti hengdi forsetakeðjuna á háls Kristínar Guðmundsdóttur, nýs forseta. Í ávarpi sínu á fundinum fór Jón Ólafur yfir það helsta í starfsemi klúbbsins á liðnu starfsári. Haldinn var 41 fundur, þar af sjö annars staðar en á Nauthóli, reglulegum fundarstað klúbbsins. Árleg sumarferð klúbbsins var farin dagana 28.-30. júní um Vatnsnes í Vestur-Húnavatnssýslu. Fjórir nýir félagar voru teknir í klúbbinn á starfsárinu, þrír karlar og ein kona. Einn félagi hætti. Klúbbfélagar eru nú 80, 39 karlar og 41 kona. Hefur klúbbfélögum fjölgað um 18 á þremur árum. Klúbburinn styrkti ENZA, fræðslumiðstöð fyrir konur í Suður-Afríku með peningagjöf auk þess sem klúbburinn lagði fé í Rótarýsjóðinn. Hér má finna ávarp Jóns Ólafs: Ársskýrsla 2012-2013

 

RRM 1-7-2013 10RRM 1-7-2013 9RRM 1-7-2013 6

RRM 1-7-2013 5RRM 1-7-2013 4RRM 1-7-2013 3

RRM 1-7-2013 2RRM 1-7-2013 1