Fréttir
Heimsókn til Símans
Klúbbfundur Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg 4. apríl 2011 var haldinn í höfuðstöðvum Símans við Ármúla í boði Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra.
Sævar Freyr er félagi í klúbbnum. Á fundinum fjölluðu Sævar Freyr og tveir samstarfsmanna hans um þær miklu breytingar sem
eru að verða á notkunarmöguleikum nýjustu símtækja.