Fréttir

1.7.2016

Ný stjórn, nýtt starfsár

Nýtt starfsár í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hófst 1. júlí 2016. Samtímis tók við ný stjórn undur forystu Thomasar Möller. Stjórnarskiptin voru innsigluð með táknrænum hætti á stjórnarskiptafundi 27. júní. Í nýrri stjórn klúbbsins sitja Thomas Möller forseti, Svanhildur Blöndal viðtakandi forseti (verður forseti starfsárið 2017-2018), Hrefna S. Briem ritari, Páll Harðarson gjaldkeri, Sævar Kristinsson stallari og Rannveig Gunnarsdóttir sem fráfarandi forseti. Thomas hefur áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn því hann var ritari 2005-2006 og 2013-2014.

Á stjórnarskiptafundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 27. júní 2016 voru stjórnarskipti í klúbbnum innsigluð með táknrænum hætti þegar Rannveig Gunnarsdóttir, fráfarandi forseti hengdi forsetakeðjuna um háls Thomasar Möller, nýs forseta.

Á fundinum flutti Rannveig skýrslu stjórnar. Þar rakti hún það helsta sem í starfsemi klúbbsins á liðnu starfsári. Haldnir voru 44 fundir á starfsárinu. Langflestir þeirra voru haldnir á veitingahúsinu Nauthóli, reglulegum fundarstað klúbbsins. Farið var í heimsóknir til þriggja fyrirtækja, Frumkvöðlasetursins á Eiðistorgi, Olís og 365 miðla. Þá fékk klúbburinn inni í Háskólanum í Reykjavík þegar Nauthóll var ófáanlegur. Haldið var klúbbþing þar sem rætt var um innri mál klúbbsins auk þess sem haldnir voru þrír umræðufundir undir yfirskriftinni Kynnumst betur. Árleg sumarferð klúbbsins var farin um Skagafjörð dagana 23.-26. júní 2016.

Einn nýr félagi var tekinn í klúbbinn á starfsárinu, Davíð Stefán Guðmundsson. Þrír félagar gengu úr klúbbnum á starsárinu vegna annarra skuldbindinga, Þetta voru Hanna Katrín Friðriksson, Hanna Kristín Guðmundsdóttir og Hrönn Greipsdóttir. Í lok starfsársins eru klúbbfélagar 81, þar af 42 konur og 39 karlar. Á starfsárinu voru tilnefndir þrír nýir Paul Harris félagar, þau Finnur Sveinbjörnsson, Margrét Guðmundsdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Þar með fjölgar Paul Harris félögum í níu.

Rótarýdagurinn var haldinn 27. febrúar 2016 undir yfirskriftinni Fjölmenning. Klúbburinn hafði frumkvæði að því að halda málþing í Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Rótarýklúbbinn Reykjavík-Austurbæ, eRótarý Ísland, Rotary Reykjavik International og Rótaractklúbbinn. Ari Kristinn Jónsson og Vigdís Finnbogadóttir úr klúbbnum fluttur erindi á málþinginu.

Klúbburinn fóstraði skiptinemann Sophie Cheng frá Tævan á starfsárinu.

Samtals lagði klúbburinn rúmlega 1 m.kr. til samfélagsverkefna á starfsárinu. Þar af runnu rétt rúmlega 300 þús.kr. til Rótarýsjóðsins (Annual Fund) og rétt rúmlega 200 þús.kr. til baráttu rótarýhreyfingarinnar gegn lömunarveiki (PolioPlus Fund). Innanlands styrkti klúbburinn Unicef um 300 þús.kr. og Rauða kross Íslands v. flóttamanna um 250 þús.kr.

Hér má finna ávarp Rannveigar á stjórnarskiptafundinum: Arsskyrsla-2015-2016

Að loknu ávarpi Rannveigar fór Dögg Pálsdóttir, annar skoðunarmanna reikninga yfir ársreikning sjóðsins fyrir starfsárið 2015-2016. Voru reikningarnir samþykktir samhljóða af viðstöddum klúbbféllögum.

Loks innsiglaði Rannveig stjórnarskiptin formlega með því að hengja forsetakeðjuna um háls Thomar Möller, nýs forseta.