Fréttir

10.8.2015

Klúbbstarf hefst á ný að loknu sumarleyfi

Fyrsti fundur í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 10. ágúst 2015. Fundurinn verður haldinn á fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Hann hefst á hefðbundnum tíma kl. 12.15. Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Appollo X mun segja frá bókinni sem breytti lífi hans. Davíð Örn var valinn einn af 30 efnilegustu framkvæmdastjórum undir 30 ára aldri í Norður-Evrópu  af Nordic Business Report fyrr á þessu ári.