Fréttir

9.1.2013

Heimsókn til NASDAQ OMX (Kauphallar Íslands)

Páll Harðarson

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg heimsótti NASDAQ OMX (Kauphöll Íslands) 7. janúar 2013. Heimsóknin var í boði Páls Harðarsonar, forstjóra en hann er félagi í rótarýklúbbnum.

Í starfsgreinaerindi sínu á fundinum fór Páll yfir sögu kauphallarinnar frá því að hún var stofnuð sem Verðbréfaþings Íslands 1985, sinnti í fyrstu eingöngu skuldabréfaviðskiptum, skráði fyrstu hlutabréfin 1990 (Olíuverzlun Íslands), sá fjölda skráðra hlutafélaga rísa í 75 1999, tengdist norrænum kauphöllum upp úr 2000 sem síðar þróaðist í eignarhald erlenda félagsins NASDAQ OMX á kauphöllinni, hrun innlends hlutabréfamarkaðar 2008, öflugan skuldabréfamarkað eftir bankahrunið en breytingu á innbyrðis skiptingu skuldabréfa eftr tegundum útgefenda, nýskráningum hlutafélaga síðustu misseri og mikilvægt hlutverk skipulags hlutabréfamarkaðar fyrir íslenskt atvinnulíf.