Námskeið í félagaþróun!
6. apríl á Grand Hotel kl. 10-15. Fyrirlesari er Per Hylander
Námskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.
Per Hylander, Rotary Coordinator á svæði 15 og 16, er mörgum íslenskum rótarýmönnum kunnur en hann hefur síðustu þrjú ár komið til Íslands og haldið hressilega fyrirlestra á fræðslumótum fyrir verðandi forseta og ritara. Hér má sjá skemmtilega frétt í dönsku blaði um Per. Smelltu hér
Námskeiðið er ætlað þeim einstaklingum sem leiða félagaþróun í rótarýklúbbum og öðrum þeim sem áhuga hafa á félagaþróun.
Í námskeiðslok eiga þátttakendur að geta gert áætlun um félagaþróun í sínum klúbbi auk þess að vera hæfir til að aðstoða stjórn viðkomandi klúbbs við gerð stefnumótunar og starfsáætlunar klúbbsins.
Frítt fyrir fyrsta þátttakenda í hverjum klúbbi!
Hver Rótarýklúbbur getur sent einn þátttakanda án þess að borga þátttökugjald. (morgunhressing, hádegismatur og fræðsla innifalin). Þátttökugjald fyrir aðra er 6.800 kr. á hvern þátttakanda.
Flugkostnaður er greiddur fyrir einn þátttakenda frá hverjum klúbbi af landsbyggðinni.
Skráning fyrir 20. mars nk.
Skráning á rotary@rotary.is fyrir 20. mars nk.
Náskeiðið fer fram á ensku með stuttri samantekt á íslensku, eftir hverja glæru.
Ljósrit af glærum verður einnig dreift á dönsku til þeirra er þess óska.
„Sáum og uppskerum“
Björn Bjarndal Jónsson, umdæmisstjóri Rótarýumdæmisins á Íslandi 2013-2014