Fréttir
Erlendir gestir á rótarýfundi
Hjónin Jerry Farmer og Jean Jacobsen sem bæði eru félagar í rótarýklúbbnum Gateway Rotary Club í Washington-fylki í Bandaríkjunum mættu á fund í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 26. mars 2018. Klúbburinn hefur aðsetur í borginni Lacey sem er nokkurn veginn miðja vegu milli Seattle í Washington og Portland í Oregon. Í klúbbnum eru 114 félagar. Á myndinni má sjá Jerry og Svanhildi Blöndal, forseta Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg skiptast á fánum klúbbanna.