Fréttir

14.2.2011

Nýr klúbbfélagi

Þórir Kjartansson, fjárfestir var í dag tekinn í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg. Þórir er fæddur 1969 og ólst upp í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1993 og sem MBA úr viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona 1996. Eftir nám starfaði Þórir í Þýskalandi hjá Philips en síðar hjá Icelandair og Þórsbrunni á Íslandi.IMAGE_014

 

Þórir stofnaði fjárfestingarfélagið Íslenska fjárfestingu árið 1999 ásamt Arnari Þórissyni. Félagið sérhæfir sig í fjárfestingum á sviði ferðaþjónustu, heilbigðismála og í fasteignum. Undir ferðaþjónustusvið heyrir ferðaskrifstofukeðjan Kilroy Travels International sem rekur 30 ferðaskrifstofur í 5 löndum og er með um 350 starfsmenn. Á heilbrigðissviði rekur félagið hjúkrunarheimilið Sóltún. Félagið hefur einnig stundað fasteignaviðskipti undanfarin ár og á m.a. fasteignafélagið Íslenskar fasteignir ehf.

 

Þórir sat í stjórn Sjúkrahúsa Reykjavíkur 1997-2000 og í stjórn LSH 2001-2007. Hann sat í nefnd um aðstöðu heilbrigðisstofnana en sú nefnd bar m.a. ábyrgð á byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Hann var formaður byggingarnefndar Kópavogs 2006-2010. Þar að auki hefur Þórir gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum.

 

Þórir er kvæntur Áslaugu Pálsdóttur, framkvæmdastjóra AP almannatengsla og eiga þau  tvö börn, Alex Bjarka og Apríl Björk. Sonur Þóris frá fyrra sambandi er Kjartan.