Fréttir

30.4.2012

Tveir nýir klúbbfélagar

Á fundi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg 30. apríl 2012 voru Fundur 30-4-2012 1

teknir í klúbbinn tvíburarnir Páll Harðarson, forstjóri NasdaqOMX Iceland (Kauphallar Íslands) og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs kauphallarinnar og staðgengill forstjóra.

Páll Harðarson er fæddur 1966. Hann var ráðinn forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi í febrúar 2011. Páll lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1985, BA-gráðu í hagfræði frá Macalester College í Minnesota í Bandaríkjunum 1989 og doktorsgráðu í sama fagi frá Yale University í Connecticut í Bandaríkjunum 1998. Hann starfaði á markaðssviði Landsbankans og kenndi með námi en stofnaði fyrirtækið Ekonomika árið 1998 ásamt bróður sínum, Magnúsi. Árið 1999 hóf hann störf hjá Þjóðhagsstofnun en tók við starfi forstöðumanns rekstrarsviðs Verðbréfaþings Íslands 1. júní 2002 (síðar NASDAQ OMX Iceland). Hann varð síðar rekstrarstjóri og staðgengill forstjóra.

 

Páll er kvæntur Deborah-Ann Vanessa Hughes og eiga þau þrjú börn, Örn Magnús, tíu ára, Hörð átta ára og Cicely Steinunni sex ára.

 Fundur 30-4-2012 4  Fundur 30-4-2012 5

Magnús Harðarson er fæddur 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1985, BA-gráðu í hagfræði frá Macalester College í Minnesota í Bandaríkjunum 1989 og doktorsgráðu í sama fagi frá Yale University í Connecticut í Bandaríkjunum 1998. Hann starfaði í Seðlabankanum og kenndi með námi en stofnaði fyrirtækið Ekonomika árið 1998 ásamt bróður sínum, Páli. Árið 1999 hóf hann störf hjá Þjóðhagsstofnun en tók við starfi forstöðumanns viðskiptasviðs Verðbréfaþings Íslands 1. júní 2002 (síðar NASDAQ OMX Iceland). Í febrúar 2011 varð hann jafnframt staðgengill forstjóra.