Fréttir

13.12.2011

Nýr klúbbfélagi

Á fundi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg 12. desember 2011 var Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor tekinn í klúbbinn. Fundur 12-12-2011

Viðar er fæddur 1963. Hann var ráðinn forstjóri Valitor í maí 2010. Viðar starfaði hjá Landsbanka Íslands 1988-2000, m.a. sem svæðisstjóri og útibússtjóri. Hann starfaði hjá Vodafone 2000-2005, fyrst sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og síðar sem aðstoðarforstjóri. Viðar gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármála- og tæknisviðs 365 miðla 2006-2008. Á árinu 2008 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Stoða (áður FL Group) en réðst til Reita fasteignafélags (áður Landic Property) undir lok þess árs.

Viðar lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1988 og MBA-prófi frá Peter F. Drucker Management Center í Bandaríkjunum 1993.

Viðar var félagi í Rótarýklúbbi Neskaupstaðar 1993-1996 og Rótarýklúbbi Keflavíkur 1997-2000.  

Viðar er kvæntur Sigríði Svövu Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn.