Fréttir

6.2.2012

Tveir nýir klúbbfélagar

Á fundi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg 6. febrúar 2012 voru Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna teknir í klúbbinn.

Fundur 6-2-2012 1

Árni Stefánsson er fæddur 1973. Hann hefur verið framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 síðan 2007. Áður starfaði hann sem markaðsstjóri fyrirtækjasviðs hjá Olíufélaginu (forvera N1) 2002-2004 og sem forstöðumaður markaðs- og rekstrardeildar fyrirtækjasviðs 2004-2006.  Hann var vöru- og gæðastjóri hjá Karli K. Karlssyni 1997-2002 og framkvæmdastjóri ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, 1996-1997. 

Fundur 6-2-2012 3

Árni lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1997 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2003.

Árni er í sambúð með Eyrúnu Ósk Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau synina Bjarna Gunnar þriggja ára, Guðjón Bjarka níu ára og elsti sonur Árna er Stefán Ingi, 16 ára.

Fundur 6-2-2012 2

  

Friðrik Þór Snorrason er fæddur 1970. Hann var ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna í febrúar 2011. Hann var framkvæmdastjóri tækni- og rekstrarþjónustufyrirtækisins Skyggnis 2008-2011 (nú partur af Nýherja) og áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja.  Friðrik starfaði á árunum 2000-2003 sem forstöðumaður hagdeildar Strax Inc. í Bandaríkjunum. Á árunum 1998-2000 starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Branstock Consulting á Bretlandi. Hann starfaði einnig sem greinandi hjá Economist Intelligence Unit á árunum 1997-1999 og verkefnastjóri í þróunarteymi hjá National Heritage Lottery Fund á árunum 1997-1998.

Fundur 6-2-2012 4

Friðrik lauk BA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum 1994 og meistaraprófi í sama fagi frá London School of Economics í Englandi 1996.

Friðrik er kvæntur Guðrúnu Wium Guðbjörnsóttir og eiga þau tvo drengi, Baldvin Orra átta ára og Snorra Má fimm ára.

Fundur 6-2-2012 5