Fréttir
Ari Kristinn ræðir um fjölmenningu
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg fundaði í Háskólanum í Reykjavík 30. maí 2016 í boði Ara Kristins Jónssonar rektros skólans og félaga í rótarýklúbbnum. Á fundinum fjallaði Ari Kristinn um fjölmenningu og reynslu sína af henni í Kísildal í Kaliforníu. Hann ræddi um fjölmenningu, menntun og nýsköpun og tengdi við Ísland samtímans. Ari Kristinn flutti þetta áhugaverða erindi á rótarýdeginum 26. febrúar 2016. Hér má finna glærurnar sem Ari Kristinn sýndi með erindinu. Glærur AKJ á fundi RRM 30-5-2016