Fréttir

23.2.2015

Gunnhildur hlýtur markaðsstyrk

Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri og annar eigenda ráðgjafar- og þjónustufyrirtækisins CEO HUXUN (www.huxun.is). Hún er jafnframt félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg. CEO HUXUN sérhæfir sig í ráðgjöf til forstjóra og framkvæmdastjóra. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitti nýlega CEO HUXUN styrk úr styrkáætluninni „Átak til atvinnusköpunar“ til að hefja fyrstu skref við að markaðssetja mánaðarlegar árangursmælingar í Noregi.