Fréttir
Nýir Paul Harris félagar
Margrét Guðmundsdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir voru útnefndar Paul Harris félagar í sumarferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg undir lok júní 2016. Útnefningarstundin var vel við hæfi því báðar hafa starfað af mikilli elju í ferðanefnd klúbbsins um árabil – Margrét frá því að nefndin tók til starfa á starfstímabilinu 1996-1997 og Þórunn frá starfstímabilinu 2010-2011. Þá var Margrét ritari klúbbsins 1997-1998, viðtakandi forseti 2008-2009 og forseti 2009-2010. Þórunn var stallari 2012-2013. Útnefningunni var fagnað á fundi í rótarýklúbbnum 27. júní 2016 og þá var meðfylgjandi mynd tekin.