Fréttir

5.1.2018

Jólafríi lokið hjá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg

Reglubundið starf hjá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg hefst á ný að loknu jólafríi mánudaginn 8. janúar 2018. Fundur verður haldinn á hefðbundnum fundarstað klúbbsins í veitingahúsinu Nauthóli við Nauthólsvík. Fundurinn hefst kl. 12.15. Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra fjalla um helstu verkefni í ráðuneytinu.