Fréttir

17.2.2018

Sumarferðin vinsæla

Ferðanefnd Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg hefur tilkynnt að hin sívinsæla sumarferð klúbbsins verði að þessu sinni farin um Vestfirði. Ferðin verður dagana 21.-24. júní 2018. Gist verður á Hótel Reykjanesi í gamla hérðaskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Fyrsta kvöldið verður gengið um Reykjanes í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns. Á föstudegi 22. júní verður gengið frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd yfir í Leirufjörð og þaðan að Dynjanda og siglt þaðan til Ísafjarðar. Á laugardegi 23. júní verður gengið frá fjallinu Hesti að nesinu/jörðinni Folafæti í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns. Deginum lýkur með hátíðarkvöldverði. Sunnudagur 24. júní er heimferðardagur. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Margréti Guðmundsdóttur, margret@lyfjathjonusta.is.